forked from oa-island/oa-island.github.com
-
Notifications
You must be signed in to change notification settings - Fork 0
/
Copy pathlagalegt.html
32 lines (28 loc) · 4.66 KB
/
lagalegt.html
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
32
---
layout: default
---
<div class="page-header"><h1>Lagaleg atriði <small>(um höfundarétt og aðrar flækjur)</small></h1></div>
<p class="lead">
Höfundaréttur hefur öðlast nýtt mikilvægi í hinum stafræna heimi. Opinn aðgangur stangast ekki á við höfundarétt, en til að gera hann mögulegan er nauðsynlegt að gera ákveðnar ráðstafanir. Þetta er í sjálfu sér ekki frábrugðið þeim samningum sem eru nauðsynlegir í hefðbundinni útgáfu.
</p>
<h6>Um höfundarétt</h6>
<p>
Höfundaréttur er langt því frá einn og óskiptur. Höfundur getur veitt heimildir til að nýta efni undir margvíslegum skilmálum. Algengast er þó að sjá orðin „allur réttur áskilinn“, sem er ennfremur tilfellið ef ekkert er tekið fram. Þetta á bæði við um efni sem er ókeypis og efni sem er gjaldskylt. Þegar þetta er tilfellið er ekki aðeins bannað að endurbirta efni í hagnaðarskyni, heldur er óleyfilegt að afrita það í því skyni að afhenda öðrum eintak. Þannig er t.a.m. ekki heimilt, án þess að sérstakt leyfi frá rétthafa liggi fyrir, að senda ritgerð af <a href="http://www.skemman.is">Skemmunni</a> í tölvupósti. Slíkt leyfi getur verið sértækt eða almennt: Sértækt leyfi er gefið tilteknum einstakling (eða hópi); almennt leyfi er veitt öllum. Þannig getur höfundur sem ekki þykir neitt athugavert við að fólk sendi hvort öðru eintök af greinum (eða ritgerðum) sínum veitt almennt leyfi til þess í stað þess að segja „allur réttur áskilinn“.
</p>
<p>
Tvennt flækir þetta í heimi þar sem ekki allir eru lögfræðingar með reynslu í hugverkarétti. Í fyrsta lagi getur verið ansi flókið að orða leyfisyfirlýsinguna þannig að hún opni fyrir æskileg not, en ekki óæskileg; í öðru lagi getur það varla talist góð nýting á tíma að útbúa slíkar yfirlýsingar í hvert skipti. Sem betur fer er til leið fram hjá hvoru tveggja: <a href="http://www.creativecommons.org">Creative Commons</a> eru samtök sem hafa lagt talsverða vinnu í tilbúin leyfi með fjölbreytilegum skilmálum. Öll leyfi sem Creative Commons býður upp á — en þau eru í dag sjö talsins — veita almenna heimild til að dreifa efni óbreyttu án endurgjalds. Þau bjóða svo upp á ýmsa kosti, allt frá því að veita <a href="https://creativecommons.org/licenses/by-nc-nd/3.0/">aðeins þessa heimild</a> yfir í það að <a href="https://creativecommons.org/publicdomain/zero/1.0/">afsala öllum réttindum tengdum höfundarétti</a>. Creative Commons leyfin hafa reynst vel, og þau eru notuð <a href="https://creativecommons.org/who-uses-cc">víða</a>, en bæði <a href="http://www.biomedcentral.com">BioMed Central</a> og <a href="http://www.plos.org">PLoS</a> nota næst-frjálslyndasta leyfið, <a href="https://creativecommons.org/licenses/by/2.5/">sem krefst aðeins þess að höfundar sé getið</a>.
</p>
<p>
Almenn leyfi af þessu tagi eru undantekning, en ekki reglan.
</p>
<h6>Útgáfusamningar</h6>
<p>
Skrif fræðimanna í tímaritum jafnan unnin án þess að höfundur geri tilkall til greiðslu fyrir birtingu. Reglur um höfundarétt eru hinsvegar miðaðar svo gott sem alfarið að þörfum þeirra sem vilja beita honum til að tryggja fjárhagslega hagsmuni af höfundaverkum sínum. Þetta skapar greinum í fræðiritum ákveðna sérstöðu, þar sem það er höfundum skaðlaust að gefa eftir langstærstan hluta þeirra réttinda sem höfundaréttur veitir. Markmið þeirra er ekki að afla tekna, heldur miðla upplýsingum.
</p>
<p>
Útgáfa verks á vegum annars en höfundar felur alltaf í sér einhverskonar framsal (eða afsal) á höfundarétti. Það er hérna sem sérstaða fræðirita kemur skýrast fram. Á öðrum sviðum er útgáfuréttur jafnan veittur gegn greiðslu, yfirleitt tengdri sölu þess sem gefið er út. Þetta er ekki tilfellið í fræðiritum, þar sem útgáfuréttur er jafnan veittur án endurgjalds. Afar misjafnt er hversu mikið framsal útgefandi fer fram á. Þetta getur skipt höfuðmáli þegar kemur að því að leggja greinar inn í varðveislusöfn. <a href="http://www.sherpa.ac.uk/romeo/">SHERPA/RoMEO</a> er gagnagrunnur yfir höfundaréttarstefnu ritrýndra tímarita, hugsaður til að auðvelda höfundum að átta sig á því hvað þeir mega gera. Skilmálarnir eru afar misjafnir, og á margan hátt bæði víðari og þrengri en flestir búast við — en meira um það síðar.
</p>
<h6>Fyrir áhugasama</h6>
<ul>
<li><a href="http://www.lessig.org">Larry Lessig</a> hefur skrifað bækur um víxlverkun höfundaréttar og stafrænnar tækni. Sjá t.d. <a href="http://www.free-culture.cc/"><cite>Free Culture</cite></a>.</li>
</ul>