forked from oa-island/oa-island.github.com
-
Notifications
You must be signed in to change notification settings - Fork 0
/
Copy pathyfirlit.html
352 lines (198 loc) · 48.7 KB
/
yfirlit.html
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
32
33
34
35
36
37
38
39
40
41
42
43
44
45
46
47
48
49
50
51
52
53
54
55
56
57
58
59
60
61
62
63
64
65
66
67
68
69
70
71
72
73
74
75
76
77
78
79
80
81
82
83
84
85
86
87
88
89
90
91
92
93
94
95
96
97
98
99
100
101
102
103
104
105
106
107
108
109
110
111
112
113
114
115
116
117
118
119
120
121
122
123
124
125
126
127
128
129
130
131
132
133
134
135
136
137
138
139
140
141
142
143
144
145
146
147
148
149
150
151
152
153
154
155
156
157
158
159
160
161
162
163
164
165
166
167
168
169
170
171
172
173
174
175
176
177
178
179
180
181
182
183
184
185
186
187
188
189
190
191
192
193
194
195
196
197
198
199
200
201
202
203
204
205
206
207
208
209
210
211
212
213
214
215
216
217
218
219
220
221
222
223
224
225
226
227
228
229
230
231
232
233
234
235
236
237
238
239
240
241
242
243
244
245
246
247
248
249
250
251
252
253
254
255
256
257
258
259
260
261
262
263
264
265
266
267
268
269
270
271
272
273
274
275
276
277
278
279
280
281
282
283
284
285
286
287
288
289
290
291
292
293
294
295
296
297
298
299
300
301
302
303
304
305
306
307
308
309
310
311
312
313
314
315
316
317
318
319
320
321
322
323
324
325
326
327
328
329
330
331
332
333
334
335
336
337
338
339
340
341
342
343
344
345
346
347
348
349
350
351
352
---
layout: default
---
<div class="page-header">
<h1>Yfirlit um opinn aðgang <small>með áherslu á opinn aðgang að ritrýndum rannsóknargreinum</small></h1>
</div>
<div class="alert alert-block alert-info">
Þessi grein er þýdd úr ensku. Upphaflega útgáfu hennar má finna <a href="http://www.earlham.edu/~peters/fos/oawritings.htm">hér</a>. Stuðst var við útgáfu sem sótt var 5. júlí 2012.
</div>
<div class="well">
<p>Þetta er inngangur að opnum aðgangi (OA) fyrir þá sem ekki þekkja hugtakið. Ég vona að hann sé nógu stuttur til að lesa, nógu langur til að gagnast, og skipulagður þannig að þú getir stokkið til og kafað í smáatriðin aðeins þar sem þú vilt. Hann svarar ekki öllum andmælum, en fyrir þá sem lesa hann ætti hann að koma í veg fyrir ýmiskonar misskilning sem tafði fyrir í upphafi hreyfingarinnar.</p>
<p>Ef þetta yfirlit er samt of langt má líta á <a href="http://www.earlham.edu/~peters/fos/brief.htm">örstuttan</a> inngang minn, sem er fáanlegur í fjölmörgum tungumálum og ætti að prentast á einni blaðsíðu, eftir stærð leturgerðar. Ef þessar greinar eru of stuttar, má skoða önnur <a href="http://www.earlham.edu/~peters/fos/oawritings.htm">skrif mín um OA</a>, þar á meðal <a href="http://cyber.law.harvard.edu/hoap/Open_Access_(the_book)"><cite>Open Access</cite></a> (MIT Press, 2012), inngang að OA í bókarformi.</p>
<p>Þegar þú hefur kynnst hugmyndinni almennt, geturðu fylgst með nýjustu atburðum í gegnum <a href="http://oad.simmons.edu/oadwiki/OA_tracking_project">OA Tracking Project</a> og <a href="http://www.earlham.edu/~peters/fos/newsletter/archive.htm">SPARC Open Access Newsletter</a>. (Bloggsíða mín, <a href="http://www.earlham.edu/~peters/fos/fosblog.html">Open Access News</a>, fjallaði ítarlega um þróun mála frá maí 2002; ég lagði hana niður í apríl 2010, en eldri greinar eru enn aðgengilegar á netinu.)</p>
<p>Ég <a href="mailto:[email protected]">sækist eftir</a> athugasemdum og tillögum.</p>
<div style="margin-left: 2em;">
— <a href="http://bit.ly/suber-gplus">Peter Suber</a>
</div>
</div>
<ul type="disc">
<li id="definition">Efni í opnum aðgangi (OA) er stafrænt, á netinu, gjaldfrjálst, og laust við flestar takmarkanir höfundaréttar og leyfisskyldu.
<ul type="disc">
<li>OA fjarlægir <dfn>verðhindranir</dfn> (áskriftargjöld, leyfisgjöld, gjöld fyrir hverja notkun) og <dfn>heimildahindranir</dfn> (flestar takmarkanir höfundaréttar og leyfisskyldu). Stutt skilgreining <a href="http://www.plos.org/index.html">PLoS</a> — „frjálst aðgengi og ótakmörkuð notkun“ — grípur bæði atriðin.</li>
<li>Það er nokkur sveigjanleiki þegar kemur að heimildahindrunum. Sumir útgefendur í OA heimila endurnotkun í hagnaðarskyni en aðrir ekki. Sumir heimila gerð afleiddra verka en aðrir ekki. Allar helstu skilgreiningar á OA eru hinsvegar sammála um að það dugi ekki að fjarlægja einungis verðhindranir.</li>
<li>Svona orðaði <a href="http://www.soros.org/openaccess/read.shtml">Budapest Open Access Initiative</a> það: „Það eru mörg þrep og gerðir af breiðari og auðveldari aðgangi að þessum verkum. Með ‚opnum aðgangi‘, eigum við við frjálst aðgengi á almenna internetinu, sem gerir hvaða notenda sem er kleift að lesa, sækja, afrita, dreifa, prenta, leita, eða tengja í heildartexta þessara greina, skrásetja þær, nota þær sem gögn í hugbúnaði, eða í hvaða öðrum löglegum tilgangi, án fjárhagslegra, lagalegra eða tæknilega takmarkana annarra en þeirra sem eru óaðskiljanlegar frá því að fá aðgang að internetinu sjálfu. Eina krafan fyrir endurgerð og dreifingu, og eina hlutverk höfundaréttar á þessu sviði, ætti að vera að veita höfundi stjórn yfir heilindum verka sinna og réttinn til að vera viðurkenndur með réttum tilvísunum.“</li>
<li>Svona orðuðu <a href="http://www.earlham.edu/~peters/fos/bethesda.htm">Bethesda-</a> og <a href="http://oa.mpg.de/lang/en-uk/berlin-prozess/berliner-erklarung/">Berlínar</a>yfirlýsingarnar það: Til að verk sé OA, verður rétthafi að heimila notendur fyrirfram að „afrita, nota, dreifa, senda og birta verkið opinberlega og að gera og dreifa afleiddum verkum, í hvaða stafræna miðli sem er í hvaða ábyrga tilgangi sem er, svo lengi sem höfundar er rétt getið[…]“</li>
<li> Skilgreininarnar á „opnum aðgangi“ frá <a href="http://www.soros.org/openaccess/">Búdapest</a> (febrúar 2002), <a href="http://www.earlham.edu/~peters/fos/bethesda.htm">Bethesda</a> (júní 2003), og <a href="http://www.zim.mpg.de/openaccess-berlin/berlindeclaration.html">Berlín</a> (október 2003) eru helstu og áhrifamestu skilgreiningar hreyfingarinnar. Stundum vísa ég til þeirra í sameiningu, eða þess sem er sameiginlegt með þeim, sem <a href="http://www.earlham.edu/~peters/fos/newsletter/09-02-04.htm#progress">BBB-skilgreiningarinnar</a>.</li>
<li>Þegar við þurfum að vísa ótvírætt til undirgerða OA getum við fengið orðalag að <a href="http://en.wikipedia.org/wiki/Gratis_versus_Libre">láni</a> frá skyldri hreyfingu fyrir frjálsum og opnum hugbúnaði. <a href="http://www.earlham.edu/~peters/fos/newsletter/08-02-08.htm#gratis-libre">Ókeypis OA</a> fjarlægir eingöngu verðhindranir, og <a href="http://www.earlham.edu/~peters/fos/newsletter/08-02-08.htm#gratis-libre">frjáls OA</a> fjarlægir verðhindranir og að minnsta kosti einhverjar heimildahindranir. Ókeypis OA er gjaldfrjáls, en ekki frjáls undan takmörkunum höfundaréttar eða leyfisskyldu. Notendur verða annaðhvort að takmarka sig við almennar undantekningar á höfundarétti eða leita leyfis til að ganga lengra. Frjáls OA er gjaldfrjáls og heimilar notkun fram yfir það sem bundið er í lög.</li>
<!-- <li>While removing price barriers without removing permission barriers is not enough for full OA under the BBB definition, there's no doubt that price barriers constitute the bulk of the problem for which OA is the solution.</li> -->
<li>Auk þess að fjarlægja aðgangshindranir ætti OA að vera samstundir, en ekki tafið, og ætti að eiga við heildartexta en ekki aðeins útdrætti eða samantektir.</li>
</ul>
</li>
<li id="compatible">OA er <a href="http://www.earlham.edu/~peters/writing/jbiol.htm">samrýmanlegur</a> <a href="#copyright">höfundarétti</a>, <a href="#peerreview">ritrýni</a>, <a href="#journals">veltu</a> (jafnvel hagnaði), prentun, varðveislu, <a href="http://www.earlham.edu/~peters/fos/newsletter/09-02-08.htm#prestige">virðingu</a>, <a href="http://www.earlham.edu/~peters/fos/newsletter/10-02-06.htm#quality">gæðum</a>, forfrömun, skrásetningu, og öðrum einkennum og stuðningsþjónustum hefðbundinna fræðirita.
<ul type="disc">
<li>Helsti munurinn er að lesendurnir borga ekki reikningana, sem eru þar af leiðandi ekki aðgangshindranir.</li>
</ul>
</li>
<li id="copyright">Lagalegur grundvöllur OA er samþykki rétthafa (fyrir nýrri verk) eða brottfall höfundaréttar (fyrir eldri verk).
<ul type="disc">
<li>Þar sem OA byggir á samþykki rétthafa eða brottfalli höfundaréttar krefst hann ekki endurskoðunar, aflagningar eða brota á höfundalögum.</li>
<li id="licenses">Ein auðvelt, áhrifarík og æ algengari leið fyrir rétthafa til að láta samþykki sitt í ljós er að nota eitt af <a href="http://creativecommons.org/">Creative Commons</a> leyfunum. Mörg <a href="http://pzwart.wdka.hro.nl/mdr/research/lliang/open_content_guide">önnur frjáls leyfi</a> virka líka. Rétthafar gætu einnig samið sín eigin leyfi eða réttindayfirlýsingar og látið þær fylgja verkum sínum (þó það séu góðar ástæður <a href="http://www.plagiarismtoday.com/2009/05/28/why-to-not-write-your-own-license/">til að gera það ekki</a> án lögfræðiaðstoðar).</li>
<li>Hverju gangast rétthafar við þegar þeir samþykkja OA? Vanalega samþykkja þeir fyrirfram að hægt verði að lesa, sækja, afrita, deila, geyma, prenta, leita, tengja, og skrásetja heildartexta verksins. Flestir höfundar halda eftir réttinum til að hindra dreifingu aflagaðra eða rangeignaðra eintaka. Sumir velja að hindra notkun verksins í hagnaðarskyni. Þessar takmarkanir koma í veg fyrir ritstuld, rangfærslur og stundum endurnotkun í hagnaðarskyni, en heimila alla notkun sem lögmæt fræðimennska krefst, þar á meðal þá sem tæknin sem auðveldar rannsóknarvinnu á netinu.</li>
<li>OA er háð samþykki rétthafa fyrir verk sem ekki eru utan höfundaréttar. Við getum dregið tvær tengdar ályktanir af þessu: (1) OA er ekki <a href="http://www.earlham.edu/~peters/fos/newsletter/10-02-03.htm#notnapster">Napster vísindanna</a>. OA snýst um að deila upplýsingum í samræmi við lög, ekki án tillits til þeirra. (2) OA að höfundaréttarvörðum verkum er viljaverk höfundar, jafnvel þó það sé stundum skilmáli ráðningar- eða fjármögnunarsamnings. Það er enginn opinn aðgangur í sjálftöku.</li>
<li>Að sjálfsögðu er hægt að útfæra OA illa, þannig að hann brjóti gegn höfundarétti. En það gildir líka um hefðbundna útgáfu. Með réttri lagni má útfæra OA vel, þannig að hann brjóti ekki gegn höfunarétti. Rétt eins og hefðbundna útgáfu.</li>
</ul>
</li>
<li id="royaltyfree">Baráttan fyrir OA einbeitir sér að verkum sem höfundar gefa veröldinni án þess að búast við greiðslu.
<ul type="disc">
<li>Við getum kallað þetta <dfn>þóknunarlaus verk</dfn>. (Það er áhugavert að ekki sé þegar til staðlað hugtak.</li>
<li>Það eru tvær ástæður til að einbeita sér að þóknunarlausum verkum. Í fyrsta lagi dregur það úr kostnaði fyrir þjónustuaðila eða útgefenda. Í öðru lagi gerir það höfundi kleift að fallast á OA án þess að verða af tekjum.</li>
<li>Þau þóknunarlausu verk sem skipta mestu máli fyrir okkur eru ritrýndar vísinda- og fræðigreinar og handrit þeirra. (Það kemur fólki oft á óvart að fræðirit greiða höfundum jafnan ekki fyrir greinar sínar.)</li>
<li>Augljóslega skrifar enginn þóknunarlaus verk peninganna vegna. Fræðimenn skrifa tímaritsgreinar af því að starfsferill þeirra byggist á því að auka við þekkingu á sviði sínu. Þeir skrifa til að hafa <a href="http://opcit.eprints.org/oacitation-biblio.html">áhrif</a>, ekki til að fá peninga. Það dregur ekkert úr einlægum vilja til að auka við þekkingu að benda á að honum fylgir sterkur hvati í starfsferli. OA er ekki háður gjafmildi eða sjálfboðastarfi.</li>
<li>Because scholars do not earn money from their journal articles, they are very differently situated from most musicians and movie-makers. Controversies about OA to music, movies, and other royalty-producing content, therefore, do not carry over to research articles.</li>
<li>Þar sem fræðimenn hagnast ekki á greinum sínum er staða þeirra afar ólík stöðu flestra tónlistarmanna og kvikmyndagerðarmanna. Deilur um opinn aðgang að tónlist, kvikmyndum og öðrum verkum sem höfundar fá þóknun fyrir, eiga því ekki við um rannsóknargreinar.</li>
<li>Þóknunarlaus verk eru auðtíndir ávextir fyrir OA, en OA er þó ekki takmarkaður við þau. Opinn aðgangur að bókmenntum sem þóknun fæst fyrir, eins og einefnisritum, kennslubókum og skáldsögum, er mögulegur um leið og höfundur gefur samþykki sitt. En þar sem slíkir höfundar óttast oft tekjutap er erfiðara að fá samþykki þeirra. Sannfæra verður þá um að annaðhvort (1) séu kostir OA meiri en tapið af þóknuninni eða (2) að OA hvetji til aukningar á heildarsölu. Vaxandi vísbendingar eru um að hvort tveggja eigi við um flest einefnisrit fræðimanna.</li>
<li>OA þarf ekki að vera takmarkaður við bókmenntir. Hann getur átt við hvaða stafræna efni sem er, frá hráum gögnum í myndir, hljóð, myndbönd og hugbúnað. Hann getur átt við verk sem verða til stafræn eða eldri verk, líkt og bókmenntir utan höfundaréttar og menningararfleifð, sem eru færð á stafrænt form síðar.</li>
<li>Ég vísa til „ritrýndra vísindagreina og handrita þeirra“ vegna þess að það er áhersla mestrar starfsemi í kringum OA og þessa yfirlits, ekki vegna þess að það afmarki OA.</li>
</ul>
</li>
<li id="taxpayerfunded">Mörg verkefni tengd OA einbeita sér að rannsóknum fjármögnuðum af opinberum aðilum.
<ul type="disc">
<li><a href="http://www.earlham.edu/~peters/fos/newsletter/09-04-03.htm#taxpayer">Rökin</a> fyrir almennum aðgangi að rannsóknum fjármögnuðum af opinberum aðilum eru sterk, og sífellt fleiri lönd <a href="http://www.eprints.org/openaccess/policysignup/">krefjast þess að niðurstöður slíkra rannsókna séu gefnar út í opnum aðgangi</a>.</li>
<li>Herferðin fyrir OA að opinberum rannsóknum gerir vanalega ráð fyrir undantekningum fyrir (1) leynilegar hernaðarrannsóknir, (2) rannsóknir sem leiða til uppgötvana sem einkaleyfi fást á, og (3) rannsóknarniðurstöður sem höfundar gefa út í þóknunarbæru formi, eins og bókum. Það er í það minnsta raunsætt að gera þessar undantekningar, og með því má forðast óþarfa átök á meðan unnið er að OA að stærsta og auðveldasta flokki opinberra rannsókna.</li>
<li>Hægast af öllu er opinn aðgangur að rannsóknaniðurstöðum sem eru <em>bæði</em> þóknunarlausar og opinberlega fjármagnaðar.<a href="http://publicaccess.nih.gov/">Stefna National Institutes of Health í Bandaríkjunum</a> (NIH) er gott dæmi.</li>
<li>Hreyfingin fyrir OA takmarkar sig hinsvegar ekki við opinbera fjármögnun, og sækist eftir OA að rannsóknum sem hafa ekki styrktaraðila eða eru fjármagnaðar af einkaaðilum (á borð við <a href="http://www.wellcome.ac.uk/">Wellcome Trust</a> eða <a href="http://www.hhmi.org/">Howard Hughes Medical Institute</a>).</li>
</ul>
</li>
<li id="free">Það er ekki ókeypis að framleiða eða gefa út í OA.
<ul type="disc">
<li>Enginn alvarlegur talsmaður fyrir OA hefur haldið því fram að enginn kostnaður sé við framleiðslu efnis í OA, þó margir haldi því fram að það sé mun ódýrara en hefðbundin útgáfa, og jafnvel ódýrari en gjaldskyld verk sem eingöngu eru á netinu. Spurningin er ekki hvort hægt sé að gera fræðibókmenntir kostnaðarlausar, heldur hvort til séu betri leiðir til að borga reikningana en að rukka lesendur og skapa aðgangshindranir.</li>
<li>Eins og <a href="http://www.earlham.edu/~peters/fos/boaifaq.htm#wishfulthinking">FAQ-listi BOAI</a> orðaði það: „<em>Ókeypis</em> er tvírætt. Við eigum við ókeypis fyrir lesendur, ekki framleiðendur. Við vitum að framleiðsla á efni í opnum aðgangi er ekki ókeypis (kostnaðarlaus). Það útilokar hinsvegar ekki að gera það ókeypis (endurgjaldslaust) fyrir lesendur og notendur.“</li>
<li>Kostnaðurinn við framleiðslu efnis í opnum aðgangi, sparnaðurinn framyfir hefðbundna útgáfu og viðskiptalíkönin til að ná inn fyrir kostnaði fara eftir því hvort um er að ræða <a href="#journals">tímarit í opnum aðgangi</a> eða <a href="#repositories">varðveislusöfn</a>. (Ítarlegri umfjöllun <a href="#vehicles">neðar</a>.)</li>
<li>Hver eru rökin fyrir því að minni kostnaður hljótist við gerð efnis í opnum aðgangi en efnis án aðgangs af sambærilegum gæðum? Í stuttu máli: Opinn aðgangur losar sig við prentun (en það gera mörg tímarit utan opins aðgangs líka í dag). OA fjarlægir áskriftarþjónustu (auglýsingar, eftirlit, endurnýjun, samningsvinna í kringum verð og stofnanaáskriftir, innheimtu). OA fjarlægir afritunarvarnir (auðkenning notenda, sundurgreining notenda eftir aðgangi, útilokun þeirra sem ekki eiga að hafa aðgang). OA minnkar eða eyðir lögfræðikostnaði (gerð og eftirfylgni með takmarkandi notkunarskilmálum). Mörg OA tímarit eyða markaðssetningu og byggja alfarið á sjálfsprottinni kynningu, svo sem leitarvélum, bloggurum, spjallborðum og samfélagsvefjum. Á meðan þessir kostnaðarliðir minnka, bætist lítið annað við en að taka á móti þjónustugjalda frá höfundum eða styrkjum frá stofnunum.</li>
<li>Svo lengi sem heildartextinn er í opnum aðgangi er ekkert sem kemur í veg fyrir gjaldskyldar viðbætur. Ef dýrt er að sjá fyrir viðbótunum gæti reynst nauðsynlegt að rukka. Ef þær eru verðmætar gætu einhverjir viljað borga. Sum OA tímarit nota tekjur af gjaldskyldum viðbótum til að standa undir kostnaði við útgáfu.</li>
</ul>
</li>
<li id="peerreview">OA er samrýmanlegur ritrýni, og öll helstu verkefni til að stuðla að opnum aðgangi að vísinda- og fræðibókmenntum telja hana mikilvæga.
<ul type="disc">
<li>Ritrýni fer ekki eftir verði eða miðli tímarits. Það gera gildi hennar, nákvæmni og heilindi ekki heldur.</li>
<li>Ein ástæða þess að við vitum að ritrýni í OA tímaritum getur verið jafn ítarleg og hreinskilin og ritrýni í hefðbundnum tímaritum er að hún getur stuðst við sömu ferli, staðla, og jafnvel sama fólk (ritstjóra og dómara) og hefðbundin tímarit.</li>
<li>Hefðbundnir útgefendur halda því stundum fram að eitt algengt fjármögnunarlíkan OA tímarita (að rukka höfendur samþykktra greina eða styrktaraðila þeirra um gjald) stofni ritrýni í hættu. Ég hef svarað þessari gagnrýni ítarlega annars staðar (<a href="http://www.earlham.edu/~peters/fos/newsletter/03-02-04.htm#objreply">1</a>, <a href="http://www.earlham.edu/~peters/fos/newsletter/10-02-06.htm#quality">2</a>).</li>
<li>OA tímarit geta notað hefbundin form ritrýni eða nýstárleg form sem nýta sér eiginleika nýja miðilsins og gagnvirka netkerfið sem tengir fræðimenn hvern við annan. Endurskoðun ritrýnikerfisins og afnám aðgangshafta eru hinsvegar aðskilin verkefni. OA er samrýmanlegur hvaða gerð ritrýni sem er og gerir ekki ráð fyrir neinu tilteknu kerfi.</li>
<li>Hið gagnstæða er hinsvegar ekki raunin. Sum ný form ritrýni gera ráð fyrir opnum aðgangi, til dæmis kerfi þar sem handrit eru sett í opinn aðgang (fyrir eða eftir skoðun ritstjórnar) og síðan yfirfarin af rannsóknarsamfélaginu. Slík „opin rýni“ krefst OA, en OA krefst ekki opinnar rýni.</li>
<li>Á flestum sviðum eru ritstjórar og ritrýnar ólaunaðir, rétt eins og höfundar. Þar sem þeir eru launaðir er OA að greinunum sem til verða enn mögulegur; hann krefst aðeins meiri niðurgreiðslu en annars.</li>
<li>Þrátt fyrir að ritstjórn gefi jafnan vinnu sína er engu að síður enn kostnaður fólginn í ritrýni — dreifing skjala til ritrýna, eftirlit með því hver hefur hvað, að fylgjast með árangri, ýta á eftir seinagangi, safna athugasemdum og deila með réttum aðilum, sjá um samskipti, aðgreina útgáfur, safna gögnum, og þar fram eftir götunum. Þessi verkefni eru í vaxandi mæli gerð sjálfvirk með notkun hugbúnaðar, þar á meðal <a href="http://oad.simmons.edu/oadwiki/Free_and_open-source_journal_management_software">frjáls og opins hugbúnaðar</a>.</li>
</ul>
</li>
<li id="vehicles">Tvær meginleiðir eru til að setja rannsóknargreinar í OA, <a href="#journals">OA tímarit</a> („gullinn OA“) og <a href="#repositories">OA varðveislusöfn</a> („grænn OA“).
<ul type="disc">
<li>Meginmunurinn á þeim er að OA tímarit framkvæma ritrýni en OA varðveislusöfn gera það ekki. Þessi munur útskýrir marga aðra þætti sem greina á milli, sér í lagi kostnað við að koma þeim á fót og reka.</li>
<li>Til eru aðrar útbreiðsluleiðir fyrir OA sem ég mun ekki fjalla um hér, svo sem persónulegar heimasíður, rafbækur, spjallborð, póstlistar, blogg, wiki, myndbönd, hljóðskjöl, RSS uppsprettur og skjaladeilingarkerfi. Þeim mun eflaust fjölda í framtíðinni.</li>
<li>Flestir talsmenn OA vísa til opins aðgangs í tímaritum sem <em>gullnu leiðarinnar</em> (án tillits til rekstrarlíkans tímaritsins), en opins aðgangs í varðsveislusöfnum sem <em>grænu leiðarinnar</em>.</li>
<li>Aðgreiningin milli grænu og gullnu leiðanna fjallar um vettvang eða dreifingarleið, ekki réttindi notenda eða mismikla opnun. Hún <a href="http://www.earlham.edu/~peters/fos/2008/08/greengold-oa-and-gratislibre-oa.html">jafngildir ekki</a> aðgreiningunni milli <a href="http://www.earlham.edu/~peters/fos/newsletter/08-02-08.htm#gratis-libre">ókeypis/frjáls.</a>.</li>
</ul>
</li>
<li id="journals">OA Tímarit („gullna leiðin“):
<ul type="disc">
<li>OA tímarit framkvæma <a href="#peerreview">ritrýni</a>.</li>
<li>OA tímarit eiga auðveldara með að láta höfund halda höfundarétti en tímarit utan OA.</li>
<li>OA tímarit eiga auðveldara en OA varðveislusöfn að veita <a href="http://www.earlham.edu/~peters/fos/newsletter/08-02-08.htm#gratis-libre">frjálsan OA</a>. OA varðveislusöfn geta yfirleitt ekki gefið leyfi fyrir frjálsum OA á eigin spýtur. Það geta OA tímarit.</li>
<li>Sumir útgefendur OA tímarita starfa ekki í hagnaðarskyni (t.d. <a href="http://www.plos.org/index.html">Public Library of Science</a>, PLoS) og sumir starfa í hagnaðarskyni (t.d. <a href="http://www.biomedcentral.com/">BioMed Central</a>, BMC).</li>
<li>OA tímarit greiða kostnað sinn á svipaðan hátt og flestar sjónvarps- og útvarpsstöðvar: Þeir sem vilja dreifa efni borga framleiðslukostnaðinn fyrirfram, þannig að aðgangur geti verið ókeypis fyrir alla sme hafa réttan tækjabúnað. Stundum þýðir þetta að tímaritin eru niðurgreidd af háskóla eða fræðafélagi. Stundum þýðir það að tímaritin innheimti gjald fyrir samþykktar greinar, sem fellur á höfundinn eða styrktaraðila hans (vinnuveitenda, fjármögnunarstofnun). OA tímarit sem innheimta útgáfugjöld láta þau yfirleitt falla niður þegar efnahagur höfundar er þröngur. OA tímarit niðurgreidd af stofnunum innheimta sjaldnast útgáfugjöld. OA tímarit komast af með lægri niðurgreiðslur eða gjöld ef þau hafa tekjur af öðru útgefnu efni, auglýsingum, gjaldskyldum viðbótum eða viðbótarþjónustu. Sumar stofnanir og samtök ganga frá afslætti á gjöldum. Sumir OA útgefendur (t.a.m. <a href="http://www.biomedcentral.com/">BMC</a> og <a href="http://www.plos.org/index.html">PLoS</a>) fella niður öll gjöld rannsakenda á vegum stofnana sem hafa greitt árleg aðildargjöld.</li>
<li id="authorpays">Það er algengur misskilingur að öll OA tímarit styðjist við útgáfugjöld sem höfundur greiðir. Það eru tvö aðskilin atriði sem eru villandi hér. Það fyrra er að menn gera ráð fyrir að það sé aðeins eitt viðskiptalíkan fyrir tímarit í opnum aðgangi, í stað <a href="http://oad.simmons.edu/oadwiki/OA_journal_business_models">margra</a>. Það síðara er að gera ráð fyrir að innheimta útgáfugjalda falli á höfundinn. Reyndin er að <a href="http://www.earlham.edu/~peters/fos/newsletter/11-02-06.htm#nofee">flest</a> OA tímarit (70%) innheimta engin gjöld frá höfundi. Ekki nóg með það, heldur <em>innheimta</em> <a href="http://www.alpsp.org/ngen_public/article.asp?id=200&did=47&aid=270&st=&oaid=-1">flest</a> hefðbundin tímarit (75%) slík gjöld. Þegar OA tímarit innheimta slík gjöld eru þau jafnan greidd af styrktaraðilum (vinnuveitendum eða fjármögnunaraðilum) eða felld niður, en ekki greidd úr eigin vasa höfundar.</li>
<li>Æ fleiri háskólar halda úti <a href="http://oad.simmons.edu/oadwiki/OA_journal_funds">sjóðum</a> til að greiða útgáfugjöld fyrir kennara sem kjósa að birta greinar sínar í OA tímaritum sem innheima slík gjöld.</li>
<li>Sumir talsmenn fyrir OA notast við litakerfi til að flokka tímarit: <dfn>gullin</dfn> (OA að ritrýndum rannsóknargreinum án tafar), <dfn>græn</dfn> (leyfir höfundum að setja ritrýndar lokaútgáfur í OA varðveislusöfn), <dfn>ljósgrænt</dfn> (andmælir ekki þegar höfundar setja handrit í OA varðveislusöfn) og <dfn>grátt</dfn> (ekkert af ofangreindu).</li>
<li>Nánari útlistun á viðskiptahlið OA tímarita má m.a. finna á lista <a href="http://oad.simmons.edu">OAD</a> yfir <a href="http://oad.simmons.edu/oadwiki/Guides_for_OA_journal_publishers">leiðarvísa fyrir útgefendur OA tímarita</a>.</li>
<li>Við getum verið viss um að OA tímarit séu efnahagslega sjálfbær vegna þess að raunkostnaður ritrýni, handritaundirbúnings og dreifingar í opnum aðgangi eru umtalsvert lægri en þau verð sem við borgum fyrir áskriftartímarit í dag. Það er nú þegar meira en nægur peningur eyrnamerktur viðhaldi tímaritakerfisins. Ennfremur mun áframhaldandi útbreiðsla OA gera bókasöfnum kleift að spara verulega eftir því sem hefðbundin tímarit taka upp OA, þeim er sagt upp, eða þau leggja upp laupana.</li>
<li>Til að sjá lista yfir OA tímarit á öllum sviðum og tungumálum, má skoða <a href="http://www.doaj.org/">Directory of Open Access Journals</a>.</li>
<li>Til að fylgjast með fréttum um OA tímarit má benda á <a href="http://www.connotea.org/tag/oa.journals">oa.journals</a> og <a href="http://www.connotea.org/tag/oa.gold">oa.gold</a> merkingarnar frá <a href="http://oad.simmons.edu/oadwiki/OA_tracking_project">OA Tracking Project</a>.</li>
</ul>
</li>
<li id="repositories">OA varðveislusöfn („græna leiðin“):
<ul type="disc">
<li>OA varðveislusöfn geta verið skipulögð eftir viðfangsefni (t.d. <a href="http://arxiv.org/">arXiv</a> í eðlisfræði) eða stofnunum (t.d. <a href="http://dash.harvard.edu/">DASH</a> hjá Harvard). Þegar háskólar hýsa varðveislusöfn gera þeir vanalega ráðstafanir til að tryggja langtímavarðveislu auk OA.</li>
<li>Varðveislusöfn láta ekki ritrýna greinar. Þau hýsa hinsvegar almennt greinar sem hafa verið ritrýndar annars staðar.</li>
<li>Varðveislusöfn geta innihaldið handrit, lokaútgáfur, eða hvort tveggja.
<ul type="disc">
<li>Handrit er er hvaða útgáfa sem er áður en ritrýni og útgáfa eiga sér stað. Alla jafna er um að ræða þá útgáfu sem lögð var fram til tímarits.</li>
<li>Lokaútgáfa er útgáfa sem hefur verið ritrýnd. Stundum skiptir máli að aðgreina milli tveggja mismunandi lokaútgáfa: (a) þeirra sem hafa verið ritrýndar en ekki próflesnar til útgáfu og (b) þeirra sem hafa farið í gegnum allt útgáfuferlið. Sum tímarit gefa höfundum leyfi til að setja fyrri gerðina en ekki þá seinni í OA varðveislusafni.</li>
</ul>
</li>
<li>OA varðveislusöfn geta innihaldið handrit og lokaútgáfur tímaritsgreina, ritgerðir, kennsluefni, gagnagrunna, gagnaskjöl, hljóð- og myndskjöl, spjaldskrá stofnunar og stafrænt varðveitt sérsöfn bókasafns. Ætlaður kostnaður við rekstur varðveislusafns fer að verulegu leyti eftir því hversu mörg hlutverk því eru ætluð. Ef meðalkostnaður við rekstur varðveislusafns virðist hár í dag er það vegna þess að flest varðveislusöfn þjóna mun fleiri hlutverkum en aðeins því að veita opinn aðgang að innlögðum greinum.</li>
<li>OA varðveislusöfn veita jafnan aðgang að öllu innihaldi sínu. Flest heimila nú einnig „myrkar innlagnir“ sem geta orðið OA síðar. Þetta er nytsamlegt þegar unnið er með útgefendum sem heimila grænan OA aðeins að ákveðnum biðtíma liðnum. Höfundar geta lagt nýjar greinar inn um leið og þær eru birtar og fært þær yfir í OA þegar biðtíminn líður.</li>
<li>Höfundar þurfa ekkert leyfi til að leggja inn handrit. Þegar þeir hafa lokið við skrif handritsins eiga þeir enn höfundaréttinn. Ef tímarit neitar að taka við greinum sem hefur verið dreift í handritsformi er það stefna tímaritsins og óviðkomandi höfundarétti. (Þessi stefna, sem kallast Ingelfinger-reglan, er í gildi hjá sumum tímaritum en vinsældir hennar virðast dvínandi, sérstaklega utan læknisfræði.)</li>
<li>Ef höfundur framselur höfundarétti til útgefenda er samþykki útgefenda nauðsynlegt til innlagnar á OA varðveislusafn. Flestir útgefendur (<a href="http://romeo.eprints.org/stats.php">60+%</a> þeirra sem hafa verið kannaðir) gefa fullt leyfi til geymslu lokaútgáfa. Margir hinna veita leyfi þegar um er beðið, og því næst allir gera ráðstafanir vegna innlagnarskyldu frá fjármögnunaraðila eða vinnuveitenda höfundar. Þegar höfundar halda eftir réttinum til að heimila grænan OA geta þeir hinsvegar gert það án þess að semja við útgefenda.</li>
<li>Þegar höfundur framselur höfundarétti til útgefenda færa þær samtímis ákvörðunina um OA til útgefenda. Jafnvel þó flestir útgefendur heimili grænan OA eru margir sem gera það ekki. Þar að auki takmarka margir heimildina og sumir bæta jafnvel við takmörkunum á borð við gjöld og biðtíma. Af þessum sökum verður sífellt vinsælla meðal fræðimanna að halda eftir réttinum til að veita grænan OA og framselja aðeins afgangi réttindanna til útgefenda. Sumir gera þetta með <a href="http://oad.simmons.edu/oadwiki/Author_addenda">höfundarviðbótum</a> sem breyta framsalssamningi útgefanda. Sumir fjármögnunaraðilar (t.d. <a href="http://www.wellcome.ac.uk/About-us/Policy/Spotlight-issues/Open-access/Policy/index.htm">Wellcome Trust</a> og <a href="http://publicaccess.nih.gov/">NIH</a>) krefjast þess að höfundar haldi eftir ákveðnum lykilréttindum þegar tímaritsgreinar eru gefnar út. Við suma háskóla (t.d. <a href="http://osc.hul.harvard.edu/">Harvard</a> og <a href="http://info-libraries.mit.edu/scholarly/mit-open-access/open-access-at-mit/mit-open-access-policy/">MIT</a>) hafa starfsmenn veitt háskólanum rétt til að veita OA að verkum sínum.</li>
<li>Vegna þess að stefnur af þessu tagi leysa heimildavandann fyrir framtíðina er engin ástæða til að hafa undanþágur fyrir útgefendur, t.d. að krefjast OA „eftir því sem höfundaréttur leyfir“ eða „nema þegar útgefendur heimila það ekki“. Það eru e.t.v. góðar ástæður til að leyfa <a href="http://osc.hul.harvard.edu/authors/waiver">höfundum að fá undanþágur</a>, eins og Harvard gerir, en það er engin þörf á að búa til sambærilegar undanþágur fyrir útgefendur. Þegar höfundar heimila OA á meðan þeir eru enn höfundarrétthafar þurfa þeir ekki að leita eftir leyfi útgefenda síðar og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að brjóta gegn höfundarétti. Fjármögnunaraðilar og háskólar eru framar í ferlinu en útgefendur og geta tekið upp stefnur til að tryggja grænan OA og þær heimildir sem eru nauðsynlegar til að hann sé löggiltur.</li>
<li>Þar sem flestir útgefendur heimila grænan OA nú þegar, og þar sem grænn OA er fullgildur OA, eru höfundar sem ekki nýta sér þetta tækifæri í reynd stærri hindrun í vegi OA heldur en útgefendur sem ekki bjóða það. Fjármögnunaraðilar og háskólar eru í aðstöðu til að loka þessu bili og tryggja grænan OA að 100% útgefinna verka styrkþega og starfsfólks. Þar sem höfundar geta ekki lokað þessu bili sjálfir hafa fjármögnunaraðilar og háskólar sem ekki gera það engum öðrum um að kenna ef ört hækkandi áskriftargjöld stækka hinn ört vaxandi hluta nýrra rannsókna sem er óaðgengilegur þeim sem þurfa á þeim að halda. Allir útgefendur gætu hjálpað til við ferlið og sumir þeirra gera það. En það er engin ástæða til að reiða sig á útgefendurna þegar við gætum reitt okkur á okkur sjálf.</li>
<li><a href="http://www.sherpa.ac.uk/romeo.php">Project SHERPA</a> býður upp á gagnagrunn sem hægt er að leita í um stefnur útgefenda varðandi höfundarétt og varðveislusöfn.</li>
<li>Þar sem <a href="http://romeo.eprints.org/stats.php">meirihluti</a> útgefenda og tímarita gefa nú þegar almenna heimild fyrir grænum OA liggur það hjá höfendum að nýta sér tækifærið. Þetta þýðir að höfendur geta gefið út í nánast hvaða tímariti sem tekur við verkum þeirra (hvort sem er í OA eða ekki) og samt veitt OA að ritrýndri útgáfu í gegnum varðveislusafn. (Þessi samrýmanleiki græns OA og birtingar í flestum tímaritum án OA er því miður enn eitt af best geymdu leyndarmálum útgáfu fræðiverka.)</li>
<li>Gagnlegustu OA varðveislusöfnin fylgja samskiptastöðlum <a href="http://www.openarchives.org/">Open Archives Initiative</a> (OAI) um söfnun lýsigagna, sem gerir þau samnýtanleg. Í framkvæmd þýðir þetta að notendur geta fundið verk í OAI-hæfu safni án þess að vita hvaða söfn eru til, hvar þau eru staðsett og hvað þau innihalda. (Eins ruglandi og það getur verið eru OA og OAI aðskilin en tengd verkefni sem ætti ekki að rugla hvoru fyrir annað.)</li>
<li>Hver og einn háskóli í heiminum getur og ætti að hafa sitt eigið OAI-hæfa varðveislusafn í opnum aðgangi og stefnu til að hvetja til eða krefjast þess af starfsfólki sínu að niðurstöður rannsókna þeirra verði lögð inn í safnið. <a href="http://www.eprints.org/openaccess/policysignup/">Vaxandi fjöldi</a> gerir einmitt þetta.</li>
<li>Við getum verið viss um að OA varðveislusöfn séu efnahagslega sjálfbær vegna þess að þau eru svo <a href="http://www.arl.org/sparc/pubs/enews/aug01.html#6">ódýr</a>. Til er fjöldi <a href="http://oad.simmons.edu/oadwiki/Free_and_open-source_repository_software">frjálsra hugbúnaðarkerfa</a> til að byggja þau og viðhalda. Innlögn nýrra greina tekur aðeins <a href="http://eprints.ecs.soton.ac.uk/10688/">nokkrar mínútur</a>, og er í verkahring höfundar, ekki umsjónarmanns safnsins. Í öllu falli þjóna varðveislusöfn stofnunum sem hýsa þær með auknum sýnileika og áhrifum greinanna, höfundanna og stofnunarinnar.</li>
<li>Tvær helstu skrár yfir varðveislusöfn umhverfis heiminn eru <a href="http://www.opendoar.org/">Directory of Open Access Repositories</a> (OpenDOAR) og <a href="http://roar.eprints.org/">Registry of Open Access Repositories</a> (ROAR).</li>
<li>Til að fylgjast með fréttum um OA varðveislusöfn má benda á <a href="http://www.connotea.org/tag/oa.repositories">oa.repositories</a> og <a href="http://www.connotea.org/tag/oa.green">oa.green</a> merkingarnar frá <a href="http://oad.simmons.edu/oadwiki/OA_tracking_project">OA Tracking</a>Project</a>.</li>
</ul>
</li>
<li id="constructive">OA verkefnið snýst um uppbyggingu, ekki niðurrif.
<ul type="disc">
<li>Markmið herferðarinnar fyrir OA er uppbygging: að veita OA að vaxandi safni verka; ekki niðurrif: að setja tímarit og útgefendur sem ekki tileinka sér OA á hausinn. Afleiðingarnar gætu að einhverju leyti farið saman (en það fer eftir ýmsu), en tilætlunin gerir það ekki.</li>
<li>Jafnvel þó áskriftargjöld tímarita hafi hækkað <a href="http://www.arl.org/sparc/bm~pix/journal-price-graph~s600x600.jpg">fjórum sinnum hraðar en verðbólga</a> frá því um miðjan níunda áratuginn er hlutverk OA ekki að refsa eða grafa undan dýrum tímaritum, heldur að gefa kost á aðgengilegum valkosti og nýta nýja tækni — internetið — til fulls í að dreifa efni víðar og draga úr kostnaði. Ennfremur er meginmarkmið rannsakenda sjálfra ekki að leysa vandkvæðin við verðlagningu tímarita, heldur að skila víðtækari og auðveldari aðgangi fyrir lesendur og stærri lesendahópum og meiri áhrifum fyrir höfendur.</li>
<li>Útgefendur eru ekki einsleitir. Sumir veita nú þegar fullan OA, sumir blendingslíkön, sumir eru að gera tilraunir og enn aðrir eru að hugleiða tilraunir. Á meðal þeirra sem ekki veita OA eru sumir andvígir og aðrir einfaldlega ósannfærðir. Á meðal hinna ósannfærðu gefa sumir aðgang að meira efni ókeypis á netinu en aðrir. Á meðal þeirra sem eru andvígir hafa sumir einfaldlega ákveðið að veita ekki OA sjálfir, á meðan aðrir berjast á móti tilraunum til að hvetja til eða krefjast OA. Sumir eru á móti gullnu leiðinni en ekki þeirri grænu, á meðan aðrir eru andvígir grænu leiðinni en ekki þeirri gullnu. OA græðir ekkert og tapar hugsanlegum bandamönnum á því að gera þennan mun ógreinilegan.</li>
<li>Stuðningur við OA krefst þess ekki að neinskonar bókmenntir, tímarit eða útgefendur séu hunsuð. Stuðningur við OA þarf ekki að valda útgefendur erfiðleikum, og erfiðleikar útgefenda eru ekki endilega framför fyrir OA. Að einblína á að grafa undan tímaritum og útgefendum utan OA er að <a href="http://www.earlham.edu/~peters/fos/newsletter/05-03-04.htm#distractions">missa sjónar á markinu</a>.</li>
<li>Opinn aðgangur og gjaldskyldur aðgangur geta verið til saman. Við vitum það af því að hvort tveggja er til í dag. Við vitum ekki hvort þetta sé <a href="http://www.earlham.edu/~peters/fos/newsletter/03-02-05.htm#coexistence">tímabundið eða varanlegt</a>, en skilvirkasta og uppbyggilegasta leiðin til að komast að því er að vinna að OA og komast að því hvað kemur fyrir aðra, ekki að víkja frá því að byggja upp OA til að skaða þá sem eru ekki að hjálpa.</li>
</ul>
</li>
<li id="notuniversal">Opinn aðgangur er ekki samheiti við almennan aðgang.
<ul type="disc">
<li>Jafnvel þegar OA hefur verið náð eru að minnsta kosti fjórar gerðir af aðgangstakmörkunum sem gætu verið eftir:
<ol>
<li><i>Ritskoðun</i>. Margir skólar, vinnuveitendur og ríkisstjórnir vilja takmarka það sem þú getur séð.</li>
<li><i>Tungumálaörðugleikar</i>. Megnið af efni á netinu er á ensku, eða aðeins einu tungumáli, og vélræn þýðing er mjög takmörkuð.</li>
<li><i>Aðgengi fatlaðra</i>. Flestar vefsíður eru enn ekki eins aðgengilegar fötluðum notendum og þær ættu að vera.</li>
<li><i>Tengingar</i>. Ójöfn útbreiðsla tækninnar heldur milljörðum, þar á meðal milljónum alvarlegra fræðimanna, ótengdum.</li>
</ol>
</li>
<li>Jafnvel ef við viljum losna við þessar fjórar viðbótarhindranir (og flest okkar vilja það) er engin ástæða til að bíða með hugtakið „opinn aðgangur“ þar til það hefur tekist. Það að fjarlægja verð- og leyfishindranir er markverður áfangi sem verðskuldar sérstakt heiti.</li>
</ul>
</li>
<li id="notbizmodel">OA snýst um gerð aðgengis, ekki gerðir viðskiptalíkana, heimildayfirlýsinga eða efnis.
<ul type="disc">
<li>OA er ekki viðskiptalíkan.
<ul type="disc">
<li>Það eru <a href="http://oad.simmons.edu/oadwiki/OA_journal_business_models">mörg viðskiptalíkön</a> samrýmanleg OA, þ.e. margar leiðir til að borga reikningana þannig að lesendur geti komist að efninu án endurgjalds. Líkön sem virka vel á sumum sviðum og í sumum löndum gætu virkað verr í öðrum. Enginn heldur því fram að ein stærð passi öllum.</li>
<li>Það er margt <a href="http://www.earlham.edu/~peters/fos/lists.htm#disciplines">ólíkt milli sviða</a> sem hefur áhrif á fjármögnun OA. Við ættum ekki að búast við því að OA nái framgangi á sama hraða á öllum sviðum, ekkert frekar en við ættum að búast við því að OA nái framgangi í öllum löndum á sama hraða. Mestur árangur og umræða á sér stað á sviðum raunvísinda, tækniþróunar og læknisvísinda, en OA er rétt eins framkvæmanlegur og nytsamlegur í <a href="http://www.earlham.edu/~peters/writing/apa.htm">hugvísindum</a>.</li>
<li>Ný viðskiptalíkön fyrir OA eru að <a href="http://oad.simmons.edu/oadwiki/OA_journal_business_models">þróast</a>, og hin eldri eru sífellt prófuð og endurskoðuð. Það er mikið rými fyrir sköpunargleðina í leit að nýjum leiðum til að borga kostnaðinn við ritrýnt OA tímarit eða almennt OA varðveislusafn og við erum langt frá því uppiskroppa með hugmyndaflug okkar eða klækindi.</li>
</ul>
</li>
<li>OA er ekki heimildayfirlýsing. Það eru margar heimildayfirlýsingar samrýmanlegar OA, þ.e. margar leiðir til að aflétta heimildahindrunum gagnvart notendum og láta þá vita hvað þeir mega og mega ekki gera við efnið. Sjá kafla um <a href="#permissionbarriers">heimildahindranir</a> og <a href="#licenses">leyfi</a> hér að ofan.</li>
<li>OA er ekki ákveðin gerð efnis. Allskonar stafrænt efni getur verið í OA, frá texta og gögnum til hugbúnaðar, hljóðs, hreyfimynda og margmiðlunarefnis. OA hreyfingin einbeitir sér að ritrýndum rannsóknargreinum og handritum þeirra. Þó meginhluti þeirra sé aðeins texti er vaxandi fjöldi þeirra sem fellir inn myndir, gögn og tölvukóða. OA getur einnig átt við efni sem ekki er fræðilegs eðlis, á borð við tónlist, kvikmyndir og skáldsögur, jafnvel þó það sé ekki viðfangsefni flestra talsmanna OA.</li>
</ul>
</li>
<li id="interests">OA þjónar hagsmunum margra hópa.
<ul type="disc">
<li><i>Höfundar</i> fá hnattrænan lesendahóp langtum stærri en nokkurt áskriftartímarit, hversu vinsælt eða vel þekkt það er, getur gefið þeim aðgang að, ásamt <a href="http://opcit.eprints.org/oacitation-biblio.html">aukningu í sýnileika og áhrifum</a> verka þeirra.</li>
<li><i>Lesendur</i> fá hindrunarlausan aðgang að því efni sem þeir þurfa til rannsókna, ótakmarkaðir af fjárráðum þeirra bókasafna sem annars gætu hafa veitt þeim aðgang. OA eykur getu lesenda til að finna og sækja efni. Hann gefur einnig <em>hugbúnaðinum</em> sem er notaður hindrunarlausan aðgang. Efni í OA er einnig aðgengilegt hugbúnaði sem gefur kost á leit í heildartexta, skrásetningu, gagnavinnslu, samantekt, þýðingum, tengingum, ráðleggingum, aðvörunum, „blöndunum“ og annarskonar vinnslu og greiningu.</li>
<li><i>Kennarar og nemendur</i> standa jöfnum fæti, hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir, og þurfa ekki lengur að borga fyrir eða leita eftir heimildum til að afrita og dreifa efni.</li>
<li><i>Bókasöfn</i> þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af <a href="http://en.wikipedia.org/wiki/Serials_crisis">verðlagningu</a> tímarita. Þau þurfa heldur ekki að hafa áhyggjur af <a href="http://www.earlham.edu/~peters/writing/acrl.htm">heimildaskorti</a>. OA þjónar hagsmunum bókasafna einnig með öðru, óbeinna, móti. Bókaverðir leitast við að aðstoða notendur við að finna þær upplýsingar sem þeir þurfa, burtséð frá takmörkunum á eigin safni bókasafnsins vegna fjármuna. Starfsmenn háskólabókasafna leitast við að hjálpa starfsmönnum skólans að stækka lesendahóp sinn og auka rannsóknaráhrif og auka þannig hróður háskólans.</li>
<li><i>Háskólar</i> auka sýnileika starfsfólks síns og rannsókna þeirra, dregur úr útgjöldum vegna tímarita og stuðlar að meginmarkmiði háskóla: frekari dreifingu á þekkingu.</li>
<li><i>Tímarit og útgefendur</i> gera greinar sínar sýnilegri, auðfinnanlegri, auðsækjanlegri og gagnlegri. Tímarit í OA getur nýtt sér þennan sýnileika til að laða að sér <a href="http://www.earlham.edu/~peters/fos/newsletter/10-02-06.htm#quality">innsendingar</a> og auglýsingar, svo ekki sé minnst á lesendur og <a href="http://opcit.eprints.org/oacitation-biblio.html">tilvitnanir</a>. Áskriftartímarit sem veitir OA að hluta efnis síns (t.d. völdum greinum í hverju blaði, öllum eldri tölublöðum að ákveðnum tíma liðnum, o.þ.h.) getur það gert það sama auk þess að laða að sér <a href="http://www.biomedcentral.com/openaccess/archive/?page=features&issue=6">áskrifendur</a>. Tímarit sem heimilar opinn aðgang í gegnum varðveislusöfn hefur forskot fram yfir þau sem gera það ekki í að laða að sér höfunda. Að sjálfsögðu hafa áskriftartímarit og útgefendur þeirra ástæður til að standa á móti OA, sem þau gera oft. En það er ofureinföldun að halda að <em>allir</em> hagsmunir þeirra séu gegn OA.</li>
<li><i>Fjármögnunaraðilar</i> fá meira fyrir styrki sína, gera niðurstöður styrktra rannsókna aðgengilega fleirum, auðfinnanlegri, auðsækjanlegri og gagnlegri. Þegar um er að ræða almenna fjármuni hjálpar OA einnig á annan hátt, með því að tryggja sanngirni gagnvart skattborgurum og almennan aðgang að niðurstöðum rannsókna sem hafa farið fram fyrir almannafé.</li>
<li><i>Ríkið</i> hagnast af OA sem fjármögnunaraðili (sjá að ofan). OA styrkir einnig stoðir lýðræðisins með því að dreifa upplýsingum eins víða og hægt er.</li>
<li><i>Borgararnir</i> fá aðgang að ritrýndum rannsóknum, sem fyrir mestan part eru ekki aðgengileg í gegnum almenningsbókasöfn; þar á meðal rannsóknum sem þeir hafa borgað fyrir í gegnum skattheimtu. Jafnvel þeir sem hafa engan áhuga á að kynna sér þetta efni sjálfir munu hagnast óbeint af því að rannsakendur munu gera það. OA hraðar ekki aðeins rannsóknarferlinu, heldur einnig umbreytingu rannsóknar í ný lyf, nytsamlega tækni, lausn vandamála og upplýstar ákvarðanir.</li>
</ul>
</li>
<li id="history">OA í sögulegu samhengi:
<ul type="disc">
<li>Tímarit fræðimanna greiða höfundum ekki fyrir greinar, og hafa ekki gert það frá því að fyrstu tímaritin voru sett af stað í London og París árið 1665. (Sjá Jean-Claude Guédon, <a href="http://www.arl.org/resources/pubs/mmproceedings/138guedon.shtml">In Oldenburg's Long Shadow</a>.)</li>
<li>Tímarit urðu vinsæl vegna þess að þau voru tímanlegri en bækur. Fyrir lesendur voru tímaritin betri en bækur til að fræðast fljótlega um nýleg verk annarra. Fyrir höfendur voru þau betri en bækur til að deila nýjum verkum fljótlega með umheiminum og til að staðfesta forgang gagnvart öðrum sem vinna að sömu spurningum. Tímaritin gáfu höfundum fljótlega leið til að tímasetja verk sín opinberlega. Vegna þessara sterku, en óbeinu, hvata gátu höfendur samþykkt að tímaritin höfðu ekki fjármuni til að greiða þeim. Eftir því sem tíminn leið jókst velta tímaritanna en höfendur héldu áfram að skrifa greinar vegna áhrifa þeirra en ekki til að afla tekna í krafti hefðarinnar.</li>
<li>OA var, vegna hagrænna og efnislegra þátta, ómögulegur á prentöldinni jafnvel þó rétthafi væri hlynntur honum. Gjaldheimta var ekki aðeins óumflýjanleg fyrir prentuð tímarit, heldur voru verðin viðráðanleg fram á áttunda áratug 20. aldar þegar þau fóru að hækka hraðar en verðbólga. Áskriftargjöld tímarita hafa hækkað nærri <a href="http://www.arl.org/bm~doc/monser04.pdf">fjórfalt hraðar en verðbólga</a> frá 1986. Heppileg tilviljun réði því að um það leyti sem verð tímarita var að verða óbærilegt <a href="http://oad.simmons.edu/oadwiki/Timeline">birtist</a> internetið með aðra valkosti.</li>
<li>Það skiptir ekki máli hvort við kennum of háum verðum útgefenda eða ónægum fjárráðum bókasafna um. Ef við einblínum á útgefendur skiptir ekki máli hvort við kennum græðgi eða saklausum markaðsöflum (vaxandi kostnaði og nýrri þjónustu). Það skiptir ekki máli hvers sökin er, og tilraunir til að koma henni fyrir draga athyglina frá mikilvægari hlutum. Magn útgefinnar þekkingar er veldisvaxandi og mun ætíð aukast hraðar en fjármagn bókasafna. Í þeim skilningi <a href="http://www.earlham.edu/~peters/fos/newsletter/03-02-04.htm#scaling">skalast OA með vexti þekkingar</a> en gjaldaðgangur ekki. Við höfum nú þegar (fyrir löngu) komið að þar sem <a href="http://www.earlham.edu/~peters/fos/2008/02/three-on-harvard-oa-mandate.html">jafnvel auðugar rannsóknarstofnanir</a> hafa ekki efni á aðgangi að öllum rannsóknarbókmenntum. Gjaldskyldur aðgangur að tímaritagreinum myndi ekki skalast með áframhaldandi vexti þekkingar jafnvel þó verðin væru lág í dag og öruggt að þau myndu ætíð verða lág.</li>
<li>Verðlagningarkrísan sjálf er aðeins einn þáttur í risi OA. Jafnvel þó fræðimenn sneru sér ekki að OA til að komast framhjá óviðráðanlegum aðgangsgjöldum myndu þeir snúa sér að honum til þess að nýta sér internetið sem öfluga nýja tækni til að deila þekkingu á svipstundu, um allan heim, án jaðarkostnaðar, í stafrænu formi sem hægt er að vinna ótakmarkað.</li>
<li>Benda má á <a href="http://oad.simmons.edu/oadwiki/Timeline">annál</a> OAD fyrir þá sem vilja kynna sér tímasetningar í sögu OA.</li>
</ul>
</li>
</ul>
<p>
Fyrst sett á netið 21. júní 2004. Síðast endurskoðað 18. júní 2012.
</p>