Skip to content

Fyrsta nothæfa útgáfa

Compare
Choose a tag to compare
@helgifr helgifr released this 04 Apr 22:11
· 43 commits to master since this release

Í þessum sprett kláruðum við útgáfu af forritinu sem hægt er að gefa út. Eina virknin sem vantar er að gefa bíómyndum einkunn en einnig á eftir að útfæra stillingarsíðu betur.

Eins og staðan er núna þá birtist listi af kvikmyndum á Home pageinu. Þar má sjá posterið á myndinni ásamt titil og imdb einkunn. Ef ýtt er á myndina þá má sjá nánari lýsingu á myndinni ásamt því að hægt er að ýta sýningartíma til að fá upp lista af bíóhúsum og sýningartímum. Ef ýtt er á sýningartímann er notandinn sendur á miðasölu viðeigandi kvikmyndahúss. Ef ýtt er á imdb logoið er notandinn færður yfir á imdb síðu kvikmyndar. Hægt er að horfa á trailer af myndinni ef það er til.

Eins og staðan er núna getur notandinn skráð sig inn og vistað skráninguna en eins og áður kom fram eigum við eftir að útfæra virkni eins og einkunnargjöf og comment á myndir.