Leikurinn er útgáfa af fræga leiknum Tetris, nema hvað að hann er í þrívídd og notar þríblokkir í stað fjórblokka. Leikurinn heitir því Triris eða Þríris á íslensku.
Leiknum er stjórnað með örvartökkum til að hreyfa fallandi kubb til í plani, a/z, s/x og d/c til að snúa um x, y og z ása og SPACE/ENTER til að láta kubba falla hraðar. Einnig er hægt að þysja inn og út með músarhjóli og snúa leikvöllinum til með því að klikka og draga.
Þegar að öll pláss á heilli hæð hafa verið fyllt, þá eyðist hæðin í burtu. Fyrir hverjar fjórar hæðir sem er eytt þá hraðast á leiknum um 1. Leikurin fer hraðast á hraðastig 10.
Leikurinn sýnir skugga af kubbinum sem fellur, heldur utan um stig sem leikmenn vinna sér inn á meðan spilað er, sýnir á hvaða hraða leikurinn er og hversu mörgum hæðum hefur verið eytt út.
Leikinn má spila á Hér