Útfæra skal leit og birtingu á lénum gegnum apis.is
. http://apis.is/isnic?domain=hi.is
leitar t.d. að upplýsingum um hi.is
og skilar til baka hlut, t.d.:
{
"results": [
{
"domain": "hi.is",
"registrantname": "Háskóli Íslands",
"address": "Sæmundargötu 2",
"city": "Reykjavík",
"postalCode": "101",
"country": "IS",
"phone": "",
"email": "[email protected]",
"registered": "11. December 1986",
"expires": "11. December 2018",
"lastChange": "29. November 2017"
}
]
}
Gefinn er HTML og CSS grunnur með útliti sem ekki ætti að þurfa að breyta.
Leit skal:
- Aðeins leyfa að leita ef gildi í
<input>
er ekki tómistrengur, annars skal birta skilaboðinLén verður að vera strengur
- Birta skilaboðin
Leita að léni...
ásamt myndloading.gif
meðan leitað er, sjá.loading
class
Villumeðhöndlun:
- Ef villa kemur upp hjá
apis.is
eða við tengingu skal birtaVilla við að sækja gögn
- Ef ekkert lén finnst skal birta
Lén er ekki skráð
Birta skal fyrir öll lén sem finnast:
- Lén (
domain
) - Skráð (
registered
) - Seinast breytt (
lastChange
) - Rennur út (
expires
)
Ef gögn eru skilgreind skal einnig birta:
- Skráningaraðili (
registrantname
) - Netfang (
email
) - Heimilisfang (
address
) - Land (
country
)
Dagsetningar skal birta sem ISO 8601 dagsetningar (YYYY-MM-DD
).
Útfæra skal JavaScript virkni innan þess módúl sem gefinn er.
browser-sync
er uppsett í verkefninu:
npm install
npm run dev
Sjá dæmi í demo.mp4
.
Setja þarf upp eslint
með airbnb style guide. eslint
ætti að keyra þegar npm test
er keyrt og linta allar javascript skrár.
Leyfilegt er að slökkva á villum tengum for of
ítrunum með /* eslint-disable-line */
, einnig er í lagi að nota það eða leyfa almennt console.error
. Ekki ætti að nota það fyrir annað, heldur laga villu sem koma upp.
- 20% – Snyrtilegt JavaScript með
eslint
uppsett og án villna - 30% – Leit eftir lénum
- 30% – Niðurstöður birtar
- 20% – Villumeðhöndlun
Verkefni sett fyrir í fyrirlestri mánudaginn 5. nóvember 2018.
Skila skal undir „Verkefni og hlutaprófa“ á Uglu í seinasta lagi fyrir lok dags þriðjudaginn 13. nóvember 2018.
Skilaboð skulu innihalda:
- Slóð á verkefni á heimasvæði
- Slóð á GitHub repo fyrir verkefni, og dæmatímakennurum skal hafa verið boðið í repo (sjá leiðbeiningar). Notendanöfn þeirra eru
arnar44
,mimiqkz
,gorri4
,hinriksnaer
,gunkol
,freyrdanielsson
,osk
Sett verða fyrir tíu minni verkefni þar sem átta bestu gilda 3,5% hvert, samtals 28% af lokaeinkunn.
Sett verða fyrir tvö hópverkefni þar sem hvort um sig gildir 11%, samtals 22% af lokaeinkunn.
Útgáfa 0.1