- Vinna með og velja HTML element.
- Nota HTML validator og huga að því hvernig HTML er skrifað.
- Huga að aðgengi og nota aXe tólið.
Í verkefnum 2–6 munum við vinna áfram með sama verkefni og byggja ofan á það:
- Verkefni 2 skilgreinir grunn HTML og síður.
- Verkefni 3 bætir við grunn viðmóti.
- Verkefni 4 setur upp útlit (e. layout).
- Verkefni 5 setur upp grind og gerir útlit skalanlegt (e. responsive).
- Verkefni 6 setur upp tól til að hjálpa við skipulag og vinnu.
Setja skal upp fjórar síður fyrir spilabúð, aðgengilegar af internetinu (gegnum Netlify):
- Forsíða Spilabúðarinnar.
- Spilasíðu.
- Viðburðasíðu.
- Skráning á viðburð.
Gefið efni er í textaskrám undir gogn/
og er Markdown formi. Ekki á að birta nákvæmlega það efni sem kemur fram heldur fylgja leiðbeiningum í hverri skrá fyrir sig.
Gefnar myndir eru í myndir/
og skal vísa í þær þar (nota þarf relative vísun úr sidur/
yfir í myndir/
þar sem við á.)
Gefin er tóm mappa sidur/
sem skal innihalda allar síður fyrir utan forsíðuna.
Allar síður skulu innihalda valmynd sem vísar á allar aðrar síður og merkja valda síðu á einhvern hátt, sjá gogn/valmynd.md
.
Athugið að allar síður fyrir utan forsíðu verða að vera undir sidur/
möppu.
Allar síður skulu hafa fót (gögn neðst á síðunni) með upplýsingum um opnunartíma, staðsetningu og samfélagsmiðla (notum HÍ samfélagsmiðla sem hlekki), sjá gogn/fotur.md
.
Allar síður skulu hafa lýsigögn skilgreind fyrir description
, og:title
, og:description
og og:image
(alltaf myndir/sharing.jpg
). Prófið með Facebook Debugger eða OpenGraph Social Previewer til að sjá hvort gögn séu rétt eftir að síða er sett upp á Netlify.
Allar síður nema forsíða skulu hafa tengil neðst í efni með textanum „Aftur á forsíðu“.
Allar síður skulu hafa fyrisögn og „beint í efni“ hlekk á eftir fyrirsögn, en á undan valmynd. Hlekkur sem leyfir þeim sem nota skjálesara að sleppa við að hlusta á valmynd.
index.html
, forsíða með texta tilgreindum í gogn/index.md
.
Inniheldur inngangstexta og yfirlit með vísunum í aðrar síður.
Síðan skal eiga heima undir sidur/spil.html
, með lista af spilum, texta í gogn/spil.md
og lista af spilum (og tengdum myndum) í gogn/spil.csv
.
Spilamyndir og gögn frá BoardGameGeek.
Listi af viðburðum með efni í gogn/vidburdir.md
. Hver og einn viðburður ætti að tengja á skráningarsíðuna, ekkert þarf að tilgreina hvaða viðburð er komið frá.
Síða með formi til að skrá sig á viðburð, svæði og reitir skilgreindir í gogn/form.md
.
Aðeins á að setja upp formið, engin forritun fyrir virkni í formi með JavaScript eða í bakenda.
Vísað er í myndir á viðeigandi stöðum í efni. Myndir eru í myndir/
möppu og skulu ekki færðar. Leyfilegt er að minnka myndir eða setja width
eigindi á mynd til að takmarka breidd þeirra.
Myndir frá Unsplash eftir:
Ekki er gefin forskrift að útliti, þar sem verkefnið snýst um að setja upp merkingarfræðilegt HTML sem snýst um að huga að merkingarfræði ekki útliti.
Ekki þarf eða ætti að gera neitt með CSS. Ef þið viljið fara lengra og byrja á CSS skulið þið passa ykkur á að vanda til verka og helst bera undir kennara eða dæmatímakennara.
- Nýta skal merkingarfræðilega viðeigandi element.
- Valmynd skal útfæra með því að afrita og breyta milli síðna, ekki er krafa um neina „forritun“ til að útbúa valmynd.
- Síður skulu nota
utf-8
stafasett. - Passa skal upp á að hafa snyrtilega uppsettan kóða þar sem inndráttur er samræmdur.
- Allar síður skulu vera villulausar ef prófaðar með HTML validator.
- Allar síður skulu vera án aðgengisvillna ef prófaðar með aXe, setjið upp viðbót í vafra.
Setja skal upp verkefni á Netlify með því að hlaða upp skrám með „manual deploy“ eða tengja GitHub repo.
- 20% – Merkingarfræðileg element og síður án villna frá HTML validator og aXe validator.
- 10% – Haus, valmynd og fótur eftir forskrift.
- 15% – Forsíða uppsett eftir forskrift.
- 20% – Spilasíða uppsett eftir forskrift.
- 15% – Viðburðasíða uppsett eftir forskrift.
- 20% – Skráning á viðburði síða uppsett eftir forskrift.
Verkefni sett fyrir í fyrirlestri mánudaginn 26. ágúst 2024.
Skila skal í Canvas, seinasta lagi fyrir lok dags fimmtudaginn 5. september 2024.
Skilaboð skulu innihalda:
- zip skrá með öllum skrám eða hlekkur á almennt (e. public) GitHub.
- slóð á verkefni keyrandi á Netlify sem athugasemd („Add comment“ eða „Bæta við athugasemd“ á skilaskjá í Canvas).
Skila má eins oft og þið viljið þar til skilafrestur rennur út.
Leyfilegt er að ræða, og vinna saman að verkefni en skrifið ykkar eigin lausn. Ef tvær eða fleiri lausnir eru mjög líkar þarf að færa rök fyrir því, annars munu allir hlutaðeigandi hugsanlega fá 0 fyrir verkefnið.
Ef stórt mállíkan (LLM, „gervigreind“, t.d. ChatGTP) er notað til að skrifa part af lausn skal taka það fram. Sjá nánar á upplýsingasíða um gervigreind hjá HÍ.
Sett verða fyrir tíu minni verkefni þar sem átta bestu gilda 5% hvert, samtals 40% af lokaeinkunn.
Sett verða fyrir tvö hópverkefni þar sem hvort um sig gildir 10%, samtals 20% af lokaeinkunn.
Útgáfa 0.3
Útgáfa | Lýsing |
---|---|
0.1 | Fyrsta útgáfa |
0.2 | Breyta mati milli síðna; Bæta við reitum í form; laga smávægilegar villur í efni; bæta við sharing.jpg mynd |
0.3 | Bæta við hlekk á kynningu í fyrirlestri |